top of page

FJARVIÐTÖL

Fjarviðtal er myndviðtal við sálfræðing í gegnum netið.

Hugbúnaðarkerfi, Kara Connect, er notað til að veita örugga þjónustu fjarsamskipta og uppfyllir Kara Connect einnig ýtrustu öryggiskröfur persónuverndar.

Hér fyrir neðan getur þú bókað fjarviðtal. Þú færist sjálfkrafa yfir á síðu Kara Connect þar sem þú ýtir á “óska eftir þjónustu” og skráir inn grunnupplýsingar. Þú færð boð um viðtal með tölvupósti sem hægt er að samþykkja eða hafna. Rukkun fyrir viðtali er send í heimabanka. 

 

Viðtal miðast við 50 mínútur. Afbóka þarf viðtal með 24 klukkustunda fyrirvara með sms/símtali í síma 867-0467 eða á netfangið sigrun.e.arnardottir@gmail.com annars er rukkun send í heimabanka viðkomandi fyrir hálfu gjaldi viðtals.

Flest stéttarfélög niðurgreiða sálfræðiþjónustu og félagsþjónusta sveitafélaga aðstoða einnig í mörgum tilfellum.

bottom of page